Góður árangur á Reykjavíkurleikunum

Um nýliðna helgi fór fram Karatekeppni á Reykjavíkurleikunum. Haukar áttu fjóra keppendur á mótinu, þau Ali Malaei, Gunnar Inga Ingvarsson, Mána Hrafn Stefánsson og Hjördísi Helgu Ægisdóttur. Hjördís keppti í kata í flokki 14-15 og strákarnir kepptu allir í kumite í flokki 14-15 ára.

Bestum árangri okkar keppenda náði Gunnar Ingi, en hann lenti í 2. sæti í +63kg flokki 14-15 ára. Óskum við honum til hamingju með þann árangur.

Comments are closed.