Mikilvægar reglur varðandi umgengni og hegðun í Karatesal
Iðkendur og þjálfarar skulu ávallt hneygja sig þegar komið er inn í salinn eða farið úr honum.
Við sýnum þjálfurum og æfingafélögum okkar kurteisi og virðingu.
Iðkendur skulu ávarpa þjálfara sem “Sensei”
Þegar iðkendur koma inn í Karatesal skulu þau vera tilbúin fyrir æfinguna,ekki skipta um föt í salnum.
Iðkendur skulu mæta tímanlega, þau sem mæta seint skulu setjast í seiza viðhurðina þangað til þjálfari hneygir sig fyrir þeim og leyfir þeim að vera með.
Iðkendur yfirgefa ekki salinn án leyfis þjálfara og fara ekki fyrr af æfingu án þessað tilkynna þjálfara um það í upphafi æfingar.
Iðkendur/forráðamenn tilkynna forföll.
Neglur skulu vera vel snyrtar bæði á höndum og fótum.
Við göngum frá eftir okkur og skilum hlutum aftur á sína staði eftir notkun.
Ekki er mælt með því að iðkendur séu með skart á æfingum þar sem það gætivaldið meiðslum hjá iðkendunum sjálfum eða öðrum.
Iðkendum ber að fara eftir fyrirmælum þjálfara, hlýði iðkandi ekki hefur þjálfari leyfi til að vísa viðkomandi af æfingu eftir að hafa fengið áminningu fyrst. Iðkandi skal þá bíða fyrir utan salinn þangað til þjálfari hefur rætt við viðkomandi.
Ætlast er til að iðkendur mæti á a.m.k. 70% æfinga til að fá rétt til próftöku.
Ef æfingar falla niður er reynt að bæta það upp eins og kostur er. Tilkynningar umforföll berast í gegnum facebookhópa og Sportabler.