Ný námskeið að hefjast

Ný námskeið hefjast mánudaginn 1. september samkvæmt stundaskrá sem verður aðgengileg föstudaginn 22. ágúst nk.

 
Æfingar hefjast á þriðjudaginn

Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 7. janúar skv. stundaskrá. Byrjendanámskeið barna, B1, hefst sama dag og Karateskólinn hefst svo miðvikudaginn 8. janúar.

Vegna fjölda byrjenda á byrjendanámskeiði, B1, á haustönn verða gerðar breytingar á stundaskránni. Nýr hópur, FB3, verður til. Þeir sem voru í B1 fyrir áramótin fara yfir í FB1. Þeir sem voru í FB1 fara í FB2 og í einhverjum tilvikum yfir í FB3 og að lokum þeir sem voru í FB2 fara í hinn nýja hóp FB3. Vinsamlega kynnið ykkur breytingar svo allir mæti í rétta tíma.

 
Haukar, karate og þú

Við hlökkum til að sjá nýliða á nýliða æfingu, fullorðna sem og börn. Þú þarft ekki að vera í góðu formi til að byrja að æfa karate, bara að mæta og byrja. Aldur er enginn fyrirstaða, hjá okkur æfir fólk á öllum aldri.

Karateæfingar eru þrisvar í viku og eru æfingar haldnar í sal Karatedeildarinnar í Íþróttamiðstöð Hauka að Ásvöllum, einnig eru haldnar sérstakar Kumite æfingar í hverri vikur og hafa allir iðkendur aðgang að þeim æfingum.

Við hlökkum til að sjá nýliða á nýliða æfingu, fullorðna sem og börn. Þú þarft ekki að vera í góðu formi til að byrja að æfa karate, bara að mæta og byrja. Aldur er enginn fyrirstaða, hjá okkur æfir fólk á öllum aldri.

Karateæfingar eru þrisvar í viku og eru æfingar haldnar í sal Karatedeildarinnar í Íþróttamiðstöð Hauka að Ásvöllum, einnig eru haldnar sérstakar Kumite æfingar í hverri vikur og hafa allir iðkendur aðgang að þeim æfingum.

Karatedeild Hauka heldur uppi góðum anda fyrir félaga með öflugri dagskrá yfir allt árið, t.d. keilu, árshátíð, æfingabúðir og margt fleira.

Ekki hika, skráðu þig í prufutíma með því að senda póst á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Upplýsingar um æfingatíma er að finna í stundaskrá hér að ofan.

 
Verndarar barna
Þjálfarar karatedeildar ásamt Elísu Ingólfsdóttur fyrirlesaraSem hluti af undirbúningi fyrir vetrarstarf deildarinnar sátu allir þjálfarar deildarinnar námskeiðið "Verndari barna" á vegum Blátt áfram en það snýr að því að reyna að fyrirbyggja og í tilvikum fletta ofan af kynferðislegu ofbeldi. Í kjölfarið mun stjórn deildarinnar útbúa siðareglur sem deildin mun í framtíðinni starfa eftir.
 
Karateskólinn

Síðasti tíminn fyrir sumarfrí er 22. maí og við ætlum í gönguferð saman. Verið klædd eftir veðri, og takið með nesti (drykk og ávöxt eða brauð). Við leggjum af stað frá Ásvöllum kl.17.00 og komum til baka ca. 18.30. Foreldrar og systkyni velkomin með!

Muna eftir góða skapinu.

Hólmfríður
Þjálfari

 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 Næsta > Síðasta >>

Síða 1 af 8

Auglýsingar