Skip to main content

Gunnlaugur þreytir próf fyrir 5. dan

Eftir apríl 8, 2024Fréttir

Gunnlaugur Sigurðsson, þjálfari, lagði land undir fót og ferðaðist til Skotlands um páskana til að taka þátt í JKS æfingabúðum með Shihan Kagawa 9. dan, auk þess að fara í próf fyrir 5. dan og stóðst hann prófið með glæsibrag.

Gunnlaugur hefur æft og kennt karate hjá Haukum allt frá stofnun deildarinnar, 1. febrúar 1990.

Karatedeildin óskar Gunnlaugi til hamingju með áfangann og við vonum að þetta verði öðrum iðkendum til hvatningar.