Skip to main content

Góður árangur á Íslandsmeistaramótum barna og unglinga

Eftir apríl 3, 2022september 16th, 2023Fréttir

Um helgina fóru fram Íslandsmeistaramót barna og unglinga í Kata í Smáranum í Kópavogi. Haukar áttu fjóra keppendur á hvoru móti og stóðu þau sig öll með stakri prýði.

Bestum árangri á unglingamótinu náði Lalita Ragna Pálsdóttir þegar hún endaði í 3. sæti í flokki 14 ára stúlkna. Aðrir keppendur Hauka unglinamótinu voru Kári Stefánsson, Fabian Kondziolka og Dennis Eduard.

Lalita með bronsverðlaunin

Á Íslandsmeistaramóti barna sem fór fram á sunnudeginum kepptu Ísold Elísa Hlynsdóttir, Sigurður Einar Aðalsteinsson, Daniel Schuldeis og Tómas Örn Jóhannsson. Bestum árangri Hauka á því móti náði Ísold Elísa sem sigraði flokk 10 ára stúlkna og fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli.

 

Ísold Íslandsmeistari

Við erum rosalega stolt af keppendum okkar og óskum þeim öllum til hamingju með árangur sinn.