Skip to main content

Hjördís Helga keppir á Smáþjóðamótinu í Karate

Eftir september 25, 2018Fréttir

Það var létt yfir Kristjáni og Hjördísi þegar ljósmyndari tók mynd af þeim.

Smáþjóðamótið í Karate verður haldið föstudaginn 28. september og laugardaginn 29. september n.k. í San Marínó.

Karatedeild Hauka á einn keppanda í landsliðinu, það er Hjördís Helga Ægisdóttir og mun hún keppa í kata, kumite, hópkata og liðakeppni í kumite.

Einnig eru tveir þjálfarar við deildina sem fara út en Gunnlaugur Sigurðsson fer út sem hluti af þjálfarateyminu og Kristján Ó. Davíðsson fer út sem dómari.

Vegna þessa fellur æfing niður hjá FU2 miðvikudaginn 26. september.

Óskum við þeim öllum góðs gengis á mótinu.