Skip to main content

Hjördís Helga með silfur á Íslandsmeistaramóti unglinga í Kumite

Eftir október 7, 2018Fréttir

Hjördís Helga með öðrum verðlaunahöfum í flokknum.

Um nýliðna helgi fór fram Íslandsmeistaramót unglinga í Kumite.

Hjördís Helga Ægisdóttir keppti í flokki 16-17 ára stúlkna og fór alla leið í úrslitin.
Hún byrjaði keppnina á 3-1 sigri og vann svo bardagann í undanúrslitum 2-1.
Hjördís mætti svo Ivetu frá Fylki í úrslitum og stóð Iveta uppi sem sigurvegari.

Mjög vel gert hjá okkar konu sem heldur áfram að safna að sér verðlaunum og hefur vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína undanfarið. En í kjölfar mótsins var Hjördís kölluð inn í lokaðan landsliðshóp og er stefnan sett á að vera í lokahóp fyrir Norðurlandamótið sem haldið verður í Finnlandi í nóvember.

Við erum mjög stolt af Hjördísi og þeim árangri sem hún hefur náð undanfarið.

 

Áfram Hjördís,
Áfram Haukar.