Skip to main content

Fyrsta Grand Prix mót ársins

Eftir febrúar 17, 2020Fréttir

Signý Ósk á verðlaunapalli. Hún er hér í 3. sæti með appelsínugult belti.

Laugardaginn 15. febrúar fór fram fyrsta Grand Prix mót Karatesambandsins.
Grand Prix mótaröðin er bikarmótaröð unglinga frá 12 til 17 ára.

Haukar áttu fjóra keppendur á mótinu sem allir stóðu sig afar vel og öll að stíga sín fyrstu skref í keppni.

Bestum árangri Haukafólks náði Signý Ósk Sigurðardóttir í Kumitekeppni 12 ára stúlkna, en hún endaði í 3. sæti í flokknum.

Virkilega vel gert hjá krökkunum og við hlökkum til að fylgjast með þeim á komandi mótum.

Einnig viljum við minna á að febrúar er frír prufumánuður hjá okkur í Karatedeild Hauka í tilefni 30 ára afmælis okkar.