Skip to main content

Hjördís Helga á topplista yfir bestu íþróttakonur Hafnarfjarðar

Eftir desember 18, 2018Fréttir


Ár hvert verðlaunar Hafnarfjarðarbær íþróttafólkið sitt með veglegri íþrótta- og viðurkenningarhátíð. Þarna kemur saman allt besta íþróttafólk Hafnarfjarðar og eru 10 menn tilnefndir sem íþróttamaður Hafnarfjarðar og 10 konur tilnefndar sem íþróttakona Hafnarfjarðar. Óhætt er að segja að þetta séu þeir einstaklingar sem hafa látið hvað mest til sín taka á árinu sem er að líða.

Það er sönn ánægja að sjá að Hjördís Helga Ægisdóttir sé á þessum topp 10 lista og að vera tilnefnd sem íþróttakona Hafnarfjarðar árið 2018.

Hér er farið yfir árangur Hjördísar á árinu sem er að líða:

  • Náði svarta beltinu í Karate aðeins 15 ára gömul
  • Varð í 3. sæti á bikarmótaröð unglinga bæði í Kata og Kumite.
  • Lenti í 3. sæti á Íslandsmeistaramóti unglinga í Kata
  • Lenti í 2. sæti á Íslandsmeistaramót unglinga í Kumite
  • Lenti í 2. sæti á Íslandsmeistaramóti fullorðinna í Kumite
  • Vann sér inn sæti í landsliðshópi og keppti á Smáþjóðamótinu í Karate
  • Lenti í 2. sæti í hópkata unglinga á Smáþjóðamótinu í Karate
  • Lenti í 3. sæti í liðakeppni unglinga í Kumite á Smáþjóðamótinu í Karate

Hreint út sagt magnað ár hjá Hjördísi sem stefnir enn hærra og vill gera enn betur. Við hlökkum til að fylgjast með henni í framtíðinni.

Áfram Hjördís!
Áfram Haukar!