Skip to main content

Hjördís Helga í þriðja sæti á bikarmótaröð unglinga

Eftir desember 6, 2019Fréttir


Karatekonan Hjördís Helga Ægisdóttir endaði í 3. sæti bæði í Kata- og Kumiteflokki 16-17 ára stúlkna í bikarmótaröð unglinga, Grand Prix mótaröð Karatesambandsins.

Glæsilegur árangur hjá henni, sérstaklega í ljósi þess að hún gat ekki tekið þátt á síðasta móti vetrarins vegna meiðsla.

Við hlökkum til að fylgjast með henni bæta sig í á næstu mánuðum og vera öðrum iðkendum góð fyrirmynd.

Hjördís er Karatekona Hauka árið 2019.