Sunnudaginn 26. janúar fór fram Karatekeppni Reykjavíkurleikanna 2020 og áttu Haukar einn keppanda þar.
Hjördís Helga Ægisdóttir keppti bæði í Kata og Kumite og lét heldur betur að sér kveða.
Hún endaði í 3. sæti í Kata og 2. sæti í Kumite.
Í Kumite tapaði hún viðureigninni um gullverðlaun fyrir sterkum keppanda frá Skotlandi.
Við erum virkilega stolt af Hjördísi og þeim árangri sem hún hefur náð.
Áfram Haukar!