Um nýliðna helgi fór fram Smáþjóðamótið í Karate. Mótið fór fram í San Marínó og var stór hópur frá Íslandi á mótinu.
Í íslenska hópnum var Hjördís Helga Ægisdóttir frá Karatedeild Hauka.
Hjördís stóð sig virkilega vel og kom heim með tvenn verðlaun, brons í liðakeppni í Kumite og silfur í hópkata.
Virkilega vel gert hjá okkar konu og hún heldur áfram að standa sig vel á keppnisvellinum.
Næstu mót hjá Hjördísi eru Íslandsmeistaramót unglina í Kumite sem verður um helgina og Íslandsmeistaramót fullorðinna í Kumite sem fer fram í lok mánaðarins.
Óskum henni góðs gengis á komandi mótum.
Áfram Hjördís,
Áfram Haukar.