Skip to main content

Viðurkenningar fyrir vel unnin störf

Eftir desember 14, 2016Fréttir

Frá vinstri: Helgi Kumar, Gunnlaugur, Kristján Ó., Guðbjartur Ísak. Á myndina vantar Sigríði Hrönn.

Í tilefni 85 ára afmælis Hauka bauð aðalstjórn félagsins til móttöku sunnudaginn 11. desember í samkomusalnum um 70 dyggum félagsmönnum sem unnið hafa ómetanlegt starf í þágu þess á liðnum árum. Veittar voru viðurkenningar og listamenn stigu á svið. Fimm félagar frá karatedeildinni fengu viðurkennignu fyrir störf sín. Helgi Kumar, Gullpening, Gunnlaugur Sigurðsson, Gullstjarna, Kristján Ó. Davíðsson, Gullpening, Guðbjartur Ísak Ásgeirsson, Gullpening og Sigríður Hrönn Halldórsdóttir, Gullpening. Var samkoman hin ánægjulegasta og lauk með afmæliskaffi.