Skip to main content
Monthly Archives

janúar 2017

Góður árangur á Reykjavíkurleikunum

Eftir Fréttir

Um nýliðna helgi fór fram Karatekeppni á Reykjavíkurleikunum. Haukar áttu fjóra keppendur á mótinu, þau Ali Malaei, Gunnar Inga Ingvarsson, Mána Hrafn Stefánsson og Hjördísi Helgu Ægisdóttur. Hjördís keppti í kata í flokki 14-15 og strákarnir kepptu allir í kumite í flokki 14-15 ára.

Bestum árangri okkar keppenda náði Gunnar Ingi, en hann lenti í 2. sæti í +63kg flokki 14-15 ára. Óskum við honum til hamingju með þann árangur.

WOW Reykjavik International Games

Eftir Fréttir

 

WOW Reykjavik International Games – Karate, verða haldnir helgina 28. – 29. janúar 2017.
Þetta er í 5. sinn sem karate er hluti af leikunum. 106 keppendur eru skráðir til leiks frá 14 félögum. 14 erlendir keppendur taka þátt frá 3 löndum, Englandi, Hollandi og Suður-Afriku.

Viktun og skráning fer fram í Laugardalshöllinni laugardaginn 28. janúar kl. 16.00 – 18.00.

Keppnin hefst kl. 9.00, sunnudaginn 29. janúar. Mæting kl. 8.30 fyrir keppendur, dómara og starfsmenn.

Úrslit í junior og senior flokkum verða í beinni útsendingu á RUV kl. 13.30 – 14.10. Seinni hluti mótsins heldur áfram kl. 14.30 og lýkur um kl. 18.00.

Aðgangseyrir 1000.- kr fyrir fullorðna.