Um síðustu helgi fór hópur íslenskra Karatekappa til Amsterdam í Hollandi í æfinga- og keppnisferð.
Á föstudeginum var æft með hollenska landsliðinu. Á laugardeginum var æft undir leiðsögn Stevens Dacosta, en hann er heims- og Evrópumeistari í -67kg flokki karla í Kumite.
Á sunnudeginum var Amsterdam Karate Cup haldip og keppti Hjördís við sterka stelpu frá Frakklandi í fyrstu umferð og tapaði 1-0 fyrir henni. Hjördís fékk uppreisnarviðureign gegn hollenskri stelpu en tapaði einnig 1-0 fyrir henni.
Þrátt fyrir úrslitin á mótinu var þetta góð ferð og mikil reynsla sem fæst við að æfa með heimsmeistara og spreyta sig við sterka erlenda keppendur.
Nýlegar athugasemdir