Skip to main content
Monthly Archives

nóvember 2018

Hjördís Helga með silifur á Íslandsmeistaramóti fullorðinna í Kumte

Eftir Fréttir

Síðustu helgina í október fór fram Íslandsmeistaramót fullorðinna í Kumite.

Hjördís Helga var að keppa á sínu fyrsta fullorðins móti og stóð sig eins og hetja, venju samkvæmt. Hún endaði í öðru sæti í sínum þyngdarflokki eftir mjög góða frammistöðu.

Hjördís heldur áfram að standa sig vel á mótum og erum við mjög stolt af því að vera komin með Karatekonu sem hefur sannað sig sem ein af þeim betri á landinu. Við hlökkum til að sjá hana verða enn betri.

Áfram Hjördís,
Áfram Haukar.

Góður árangur á Fjörkálfamóti í Kumite

Eftir Fréttir

3. nóvember s.l. stóðu Karatedeild Fylkis og Þórshamar fyrir Fjörkálfamóti í Kumite. Mótið er hugsað sem æfingamót fyrir yngstu iðkendur.

Haukar áttu 6 keppendur á mótinu sem stóðu sig allir mjög vel. Keppendur Haukar fengu ein gullverðlaun, ein silfurverðlaun og fern bronsverðlaun. Sverrir nældi sér í gullverðlaun, Tómas fékk silfur, Máni, Ragnheiður, Baldur og Dagur fengu öll bronsverðlaun.
Keppendur kepptu í litlum flokkum skipt eftir aldri, þyngd og hve lengi viðkomandi hefur æft Karate.
Eftir mót var öllum keppendum boðið í pizzuveislu.

Við þökkum Fylki og Þórshamri kærlega fyrir að standa fyrir þessu móti og hlökkum til að taka þátt á fleiri Fjörkálfamótum í framtíðinni.
Næsta Fjörkálfamót verður Kata-mót og verður haldið sunnudaginn 2. desember.