Síðustu helgina í október fór fram Íslandsmeistaramót fullorðinna í Kumite.
Hjördís Helga var að keppa á sínu fyrsta fullorðins móti og stóð sig eins og hetja, venju samkvæmt. Hún endaði í öðru sæti í sínum þyngdarflokki eftir mjög góða frammistöðu.
Hjördís heldur áfram að standa sig vel á mótum og erum við mjög stolt af því að vera komin með Karatekonu sem hefur sannað sig sem ein af þeim betri á landinu. Við hlökkum til að sjá hana verða enn betri.
Áfram Hjördís,
Áfram Haukar.
Nýlegar athugasemdir