Skip to main content
Monthly Archives

maí 2017

Gráðanir á vorönn

Eftir Fréttir

Gráðanir Karatedeildar Hauka fara fram mánudaginn 22. maí og þriðjudaginn 23. maí n.k.
Þeir hópar sem æfa á mánudögum FB2 og FU2 mæta í gráðun á mánudeginum. B1, FB1 og FU1 mæta þá í gráðun á þriðjudeginum.

Nauðsynlegt er fyrir iðkendur að fylla út rafrænt eyðublað fyrir gráðunina. Hægt er að fylla það út hér.

Fyrsta gráðunin kostar 1.500 krónur, aðrar kosta 1.000 krónur.

 

Kveðja,
Þjálfarar.

Eva Ósk komin með svarta beltið!

Eftir Fréttir

Eva Ósk Gunnarsdóttir þreytti gráðun fyrir 1. Dan, sem er fyrsta svarta beltið í Karate, um helgina. Eva stóðst prófið með glæsibrag og hefur nú náð þeim merka áfanga að vera handhafi svarta beltisins.
Eva hefur æft Karate hjá Haukum í 8 ár  og er einn af þjálfurum deildarinnar. Hún hefur sinnt mjög óeigingjörnu starfi í þágu Karatedeildarinnar undanfarin ár og á það svo sannarlega skilið að bera svarta beltið.
Við hjá Karatedeild Hauka viljum óska Evu Ósk og fjölskyldu hennar til hamingju með þennan glæsta áfanga og vonum að þetta verði öðrum ungum Karateiðkendum til hvatningar.