Um helgina fór fram Karatekeppni Reykjavíkurleikanna í Laugardalshöllinni.
Hjördís Helga keppti fyrir hönd Hauka og stóð sig með stakri prýði. Hún keppti í þremur flokkum, Kata fullorðinna, Kata 16-17 ára stúlkna og Kumite 16-17 ára stúlkna.
Í Kumite mætti hún sterkri stelpu frá Þýskalandi í undanúrslitum og vann eftir mikla spennu og jafnan bardaga. Hjördís beið lægri hlut fyrir Ivetu Ivanova frá Fylki í úrslitunum.
Í Kata 16-17 ára fór Hjördís alla leið í úrslit en þurfti að sætta sig við tap í þeirri viðureign.
Í fullorðinsflokki í Kata mætti Hjördís Svönu Kötlu frá Breiðablik, en Svana Katla er margfaldur Íslandsmeistari í greininni og stóð Hjördís sig vel á móti henni en svo fór að Svana vann og Hjördís vann viðureignina um þriðja sætið.
Hjördís var á verðlaunapalli i öllum flokkum sem hún var skráð í og sýnir að hún hefur það sem þarf til að ná langt i íþróttinni.
Við óskum henni innilega til hamingju með árangurinn og hlökkum til að fylgjast með frekari afrekum hennar í framtíðinni.
Áfram Hjördís,
Áfram Haukar!
Nýlegar athugasemdir