Skip to main content
All Posts By

a8

Viðurkenningar fyrir vel unnin störf

Eftir Fréttir

Frá vinstri: Helgi Kumar, Gunnlaugur, Kristján Ó., Guðbjartur Ísak. Á myndina vantar Sigríði Hrönn.

Í tilefni 85 ára afmælis Hauka bauð aðalstjórn félagsins til móttöku sunnudaginn 11. desember í samkomusalnum um 70 dyggum félagsmönnum sem unnið hafa ómetanlegt starf í þágu þess á liðnum árum. Veittar voru viðurkenningar og listamenn stigu á svið. Fimm félagar frá karatedeildinni fengu viðurkennignu fyrir störf sín. Helgi Kumar, Gullpening, Gunnlaugur Sigurðsson, Gullstjarna, Kristján Ó. Davíðsson, Gullpening, Guðbjartur Ísak Ásgeirsson, Gullpening og Sigríður Hrönn Halldórsdóttir, Gullpening. Var samkoman hin ánægjulegasta og lauk með afmæliskaffi.

Vorönn 2017

Eftir Fréttir

Við ætlum að hefja vorönnina 2017 fimmtudaginn 5. janúar. Ef þú hefur áhuga á því að byrja í Karate eða veist um einhvern sem hefur áhuga á að byrja skaltu láta vita. Einnig hlökkum við til að sjá eldri iðkendur okkar aftur.

Karatedeild Hauka óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju Karateári.

Gráðun

Eftir Fréttir

Gráðanir Karatedeildarinnar fara fram dagana 14. og 15. desember n.k.
Þeir sem æfa á miðvikudögum mæta 14. desember á venjulegum æfingatíma og þeir sem æfa á fimmtudögum mæta 15. desember á sínum æfingatíma.

Gangi ykkur vel.

Kveðja,
Þjálfarar