Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Hjördís Helga með silfur á Íslandsmeistaramóti unglinga í Kumite

Eftir Fréttir

Hjördís Helga með öðrum verðlaunahöfum í flokknum.

Um nýliðna helgi fór fram Íslandsmeistaramót unglinga í Kumite.

Hjördís Helga Ægisdóttir keppti í flokki 16-17 ára stúlkna og fór alla leið í úrslitin.
Hún byrjaði keppnina á 3-1 sigri og vann svo bardagann í undanúrslitum 2-1.
Hjördís mætti svo Ivetu frá Fylki í úrslitum og stóð Iveta uppi sem sigurvegari.

Mjög vel gert hjá okkar konu sem heldur áfram að safna að sér verðlaunum og hefur vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína undanfarið. En í kjölfar mótsins var Hjördís kölluð inn í lokaðan landsliðshóp og er stefnan sett á að vera í lokahóp fyrir Norðurlandamótið sem haldið verður í Finnlandi í nóvember.

Við erum mjög stolt af Hjördísi og þeim árangri sem hún hefur náð undanfarið.

 

Áfram Hjördís,
Áfram Haukar.

Hjördís með tvenn verðlaun á Smáþjóðamótinu

Eftir Fréttir

Hjördís hlaðin verðlaunum

Um nýliðna helgi fór fram Smáþjóðamótið í Karate. Mótið fór fram í San Marínó og var stór hópur frá Íslandi á mótinu.
Í íslenska hópnum var Hjördís Helga Ægisdóttir frá Karatedeild Hauka.
Hjördís stóð sig virkilega vel og kom heim með tvenn verðlaun, brons í liðakeppni í Kumite og silfur í hópkata.

Virkilega vel gert hjá okkar konu og hún heldur áfram að standa sig vel á keppnisvellinum.

Næstu mót hjá Hjördísi eru Íslandsmeistaramót unglina í Kumite sem verður um helgina og Íslandsmeistaramót fullorðinna í Kumite sem fer fram í lok mánaðarins.

Óskum henni góðs gengis á komandi mótum.

Áfram Hjördís,
Áfram Haukar.

Hjördís Helga keppir á Smáþjóðamótinu í Karate

Eftir Fréttir

Það var létt yfir Kristjáni og Hjördísi þegar ljósmyndari tók mynd af þeim.

Smáþjóðamótið í Karate verður haldið föstudaginn 28. september og laugardaginn 29. september n.k. í San Marínó.

Karatedeild Hauka á einn keppanda í landsliðinu, það er Hjördís Helga Ægisdóttir og mun hún keppa í kata, kumite, hópkata og liðakeppni í kumite.

Einnig eru tveir þjálfarar við deildina sem fara út en Gunnlaugur Sigurðsson fer út sem hluti af þjálfarateyminu og Kristján Ó. Davíðsson fer út sem dómari.

Vegna þessa fellur æfing niður hjá FU2 miðvikudaginn 26. september.

Óskum við þeim öllum góðs gengis á mótinu.

Ný og endurbætt heimasíða

Eftir Fréttir

Það var kominn tími á nýja og flotta heimasíðu, svo við fengum snillingana frá Allra Átta til að setja upp glæsilega og snjallvæna vefsíðu. Allra Átta hefur smíðað marga flotta vefi og sérhæfa sig í vefsíðugerð, leitarvélabestun, wordpress vefhýsingu og allri almennri markaðssetningu á netinu.

Vefurinn keyrir á WordPress og sér Allra Átta um að hann sé í öruggri hýsingu.

Við þökkum fyrir nýja vefinn og vonum að hann þjóni núverandi og verðandi skátum með glæsibrag.

Vefur Allra Átta er hér: www.8.is

Aðalfundur 2018

Eftir Fréttir

Aðalfundur 2018 fer fram miðvikudaginn 21. febrúar 2018 kl. 20:00. Samkvæmt lögum félagsins um kosningarétt hafa félagsmenn, 25 ára og eldri, auk eins forráðamanns kosningarétt, en aðrir geta setið fundinn sem áheyrnarfulltrúar. Sjá nánar í grein 3.3. úr lögum félagsins:

Enginn einn forráðamaður getur farið með fleiri en eitt atkvæði á aðalfundi. Fulltrúi úr stjórn á seturétt sem áheyrnarfulltrúi á aðalfundi. Félagsstjórn er heimilt að bjóða öðrum að sitja aðalfund sem áheyrnarfulltrúar. Áheyrnarfulltrúar hafa málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt.

Dagskrá samkvæmt lögum félagsins:

a) Kosning fundarstjóra og fundarritara.
b) Skýrsla stjórnar.
c) Skýrslur og gögn skoðuð
d) Umræður um framlagðar skýrslur.
e) Lagðir fram yfirfarnir ársreikningar félagsins
f) Lagabreytingar.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Fyrirmyndar fyrirtæki

Eftir Fréttir

Vorum að fá mikið af nýjum og fallegum vörum í flugi beint frá Ameríku. Þetta eru þekkt vörumerki og við hvetjum alla til að koma og skoða úrvalið. Um er að ræða merki eins og Dewalt, Bosch ofl.

Fyrstir koma, fyrstir fá

Gráðanir á vorönn

Eftir Fréttir

Gráðanir Karatedeildar Hauka fara fram mánudaginn 22. maí og þriðjudaginn 23. maí n.k.
Þeir hópar sem æfa á mánudögum FB2 og FU2 mæta í gráðun á mánudeginum. B1, FB1 og FU1 mæta þá í gráðun á þriðjudeginum.

Nauðsynlegt er fyrir iðkendur að fylla út rafrænt eyðublað fyrir gráðunina. Hægt er að fylla það út hér.

Fyrsta gráðunin kostar 1.500 krónur, aðrar kosta 1.000 krónur.

 

Kveðja,
Þjálfarar.

Eva Ósk komin með svarta beltið!

Eftir Fréttir

Eva Ósk Gunnarsdóttir þreytti gráðun fyrir 1. Dan, sem er fyrsta svarta beltið í Karate, um helgina. Eva stóðst prófið með glæsibrag og hefur nú náð þeim merka áfanga að vera handhafi svarta beltisins.
Eva hefur æft Karate hjá Haukum í 8 ár  og er einn af þjálfurum deildarinnar. Hún hefur sinnt mjög óeigingjörnu starfi í þágu Karatedeildarinnar undanfarin ár og á það svo sannarlega skilið að bera svarta beltið.
Við hjá Karatedeild Hauka viljum óska Evu Ósk og fjölskyldu hennar til hamingju með þennan glæsta áfanga og vonum að þetta verði öðrum ungum Karateiðkendum til hvatningar.

Góður árangur á Reykjavíkurleikunum

Eftir Fréttir

Um nýliðna helgi fór fram Karatekeppni á Reykjavíkurleikunum. Haukar áttu fjóra keppendur á mótinu, þau Ali Malaei, Gunnar Inga Ingvarsson, Mána Hrafn Stefánsson og Hjördísi Helgu Ægisdóttur. Hjördís keppti í kata í flokki 14-15 og strákarnir kepptu allir í kumite í flokki 14-15 ára.

Bestum árangri okkar keppenda náði Gunnar Ingi, en hann lenti í 2. sæti í +63kg flokki 14-15 ára. Óskum við honum til hamingju með þann árangur.