Skip to main content
Flokkur

Fréttir

WOW Reykjavik International Games

Eftir Fréttir

 

WOW Reykjavik International Games – Karate, verða haldnir helgina 28. – 29. janúar 2017.
Þetta er í 5. sinn sem karate er hluti af leikunum. 106 keppendur eru skráðir til leiks frá 14 félögum. 14 erlendir keppendur taka þátt frá 3 löndum, Englandi, Hollandi og Suður-Afriku.

Viktun og skráning fer fram í Laugardalshöllinni laugardaginn 28. janúar kl. 16.00 – 18.00.

Keppnin hefst kl. 9.00, sunnudaginn 29. janúar. Mæting kl. 8.30 fyrir keppendur, dómara og starfsmenn.

Úrslit í junior og senior flokkum verða í beinni útsendingu á RUV kl. 13.30 – 14.10. Seinni hluti mótsins heldur áfram kl. 14.30 og lýkur um kl. 18.00.

Aðgangseyrir 1000.- kr fyrir fullorðna.

Karatefólk Hauka 2016

Eftir Fréttir


Á árlegri viðurkenningarhátíð Hauka voru veittar viðurkenningar til þeirra iðkenda og þjálfara sem þótt hafa skarað framúr á árinu.
Karatefólk ársins 2016 eru Hjördís Helga Ægisdóttir, karatekona Hauka 2016, Gunnar Ingi Ingvarsson, karatekarl Hauka 2016 og Eva Ósk Gunnarsdóttir, karateþjálfari Hauka 2016.

Æfingar hefjast aftur fimmtudaginn 5. janúar. Við hlökkum til að hitta ykkur aftur þá og óskum ykkur öllum gleðilegs nýs árs.

Viðurkenningar fyrir vel unnin störf

Eftir Fréttir

Frá vinstri: Helgi Kumar, Gunnlaugur, Kristján Ó., Guðbjartur Ísak. Á myndina vantar Sigríði Hrönn.

Í tilefni 85 ára afmælis Hauka bauð aðalstjórn félagsins til móttöku sunnudaginn 11. desember í samkomusalnum um 70 dyggum félagsmönnum sem unnið hafa ómetanlegt starf í þágu þess á liðnum árum. Veittar voru viðurkenningar og listamenn stigu á svið. Fimm félagar frá karatedeildinni fengu viðurkennignu fyrir störf sín. Helgi Kumar, Gullpening, Gunnlaugur Sigurðsson, Gullstjarna, Kristján Ó. Davíðsson, Gullpening, Guðbjartur Ísak Ásgeirsson, Gullpening og Sigríður Hrönn Halldórsdóttir, Gullpening. Var samkoman hin ánægjulegasta og lauk með afmæliskaffi.

Vorönn 2017

Eftir Fréttir

Við ætlum að hefja vorönnina 2017 fimmtudaginn 5. janúar. Ef þú hefur áhuga á því að byrja í Karate eða veist um einhvern sem hefur áhuga á að byrja skaltu láta vita. Einnig hlökkum við til að sjá eldri iðkendur okkar aftur.

Karatedeild Hauka óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju Karateári.

Gráðun

Eftir Fréttir

Gráðanir Karatedeildarinnar fara fram dagana 14. og 15. desember n.k.
Þeir sem æfa á miðvikudögum mæta 14. desember á venjulegum æfingatíma og þeir sem æfa á fimmtudögum mæta 15. desember á sínum æfingatíma.

Gangi ykkur vel.

Kveðja,
Þjálfarar