Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Góður árangur á Reykjavíkurleikunum

Eftir Fréttir

Sunnudaginn 26. janúar fór fram Karatekeppni Reykjavíkurleikanna 2020 og áttu Haukar einn keppanda þar.

Hjördís Helga Ægisdóttir keppti bæði í Kata og Kumite og lét heldur betur að sér kveða.
Hún endaði í 3. sæti í Kata og 2. sæti í Kumite.
Í Kumite tapaði hún viðureigninni um gullverðlaun fyrir sterkum keppanda frá Skotlandi.

Við erum virkilega stolt af Hjördísi og þeim árangri sem hún hefur náð.

Áfram Haukar!

Hjördís Helga í þriðja sæti á bikarmótaröð unglinga

Eftir Fréttir


Karatekonan Hjördís Helga Ægisdóttir endaði í 3. sæti bæði í Kata- og Kumiteflokki 16-17 ára stúlkna í bikarmótaröð unglinga, Grand Prix mótaröð Karatesambandsins.

Glæsilegur árangur hjá henni, sérstaklega í ljósi þess að hún gat ekki tekið þátt á síðasta móti vetrarins vegna meiðsla.

Við hlökkum til að fylgjast með henni bæta sig í á næstu mánuðum og vera öðrum iðkendum góð fyrirmynd.

Hjördís er Karatekona Hauka árið 2019.

Haustönn og byrjendanámskeið

Eftir Fréttir

Nú er starfið að fara af stað hjá okkur eftir sumarið og munum við hefja æfingar samkvæmt stundatöflu mánudaginn 2. september.

Byrjendanámskeið hefjast þriðjudaginn 3. september og hlökkum við til að taka á móti nýjum iðkendum.

Hjördís æfði með heimsmeistaranum í Kumite

Eftir Fréttir

Hjördís Helga og Steven Dacosta, heims- og Evrópumeistari í Kumite.

Um síðustu helgi fór hópur íslenskra Karatekappa til Amsterdam í Hollandi í æfinga- og keppnisferð.

Á föstudeginum var æft með hollenska landsliðinu. Á laugardeginum var æft undir leiðsögn Stevens Dacosta, en hann er heims- og Evrópumeistari í -67kg flokki karla í Kumite.

Á sunnudeginum var Amsterdam Karate Cup haldip og keppti Hjördís við sterka stelpu frá Frakklandi í fyrstu umferð og tapaði 1-0 fyrir henni. Hjördís fékk uppreisnarviðureign gegn hollenskri stelpu en tapaði einnig 1-0 fyrir henni.

Þrátt fyrir úrslitin á mótinu var þetta góð ferð og mikil reynsla sem fæst við að æfa með heimsmeistara og spreyta sig við sterka erlenda keppendur.

Frábær árangur hjá Hjördísi á Reykjavíkurleikunum

Eftir Fréttir

Um helgina fór fram Karatekeppni Reykjavíkurleikanna í Laugardalshöllinni.

Hjördís Helga keppti fyrir hönd Hauka og stóð sig með stakri prýði. Hún keppti í þremur flokkum, Kata fullorðinna, Kata 16-17 ára stúlkna og Kumite 16-17 ára stúlkna.
Í Kumite mætti hún sterkri stelpu frá Þýskalandi í undanúrslitum og vann eftir mikla spennu og jafnan bardaga. Hjördís beið lægri hlut fyrir Ivetu Ivanova frá Fylki í úrslitunum.
Í Kata 16-17 ára fór Hjördís alla leið í úrslit en þurfti að sætta sig við tap í þeirri viðureign.
Í fullorðinsflokki í Kata mætti Hjördís Svönu Kötlu frá Breiðablik, en Svana Katla er margfaldur Íslandsmeistari í greininni og stóð Hjördís sig vel á móti henni en svo fór að Svana vann og Hjördís vann viðureignina um þriðja sætið.

Hjördís var á verðlaunapalli i öllum flokkum sem hún var skráð í og sýnir að hún hefur það sem þarf til að ná langt i íþróttinni.

Við óskum henni innilega til hamingju með árangurinn og hlökkum til að fylgjast með frekari afrekum hennar í framtíðinni.

Áfram Hjördís,
Áfram Haukar!

Hjördís Helga á topplista yfir bestu íþróttakonur Hafnarfjarðar

Eftir Fréttir


Ár hvert verðlaunar Hafnarfjarðarbær íþróttafólkið sitt með veglegri íþrótta- og viðurkenningarhátíð. Þarna kemur saman allt besta íþróttafólk Hafnarfjarðar og eru 10 menn tilnefndir sem íþróttamaður Hafnarfjarðar og 10 konur tilnefndar sem íþróttakona Hafnarfjarðar. Óhætt er að segja að þetta séu þeir einstaklingar sem hafa látið hvað mest til sín taka á árinu sem er að líða.

Það er sönn ánægja að sjá að Hjördís Helga Ægisdóttir sé á þessum topp 10 lista og að vera tilnefnd sem íþróttakona Hafnarfjarðar árið 2018.

Hér er farið yfir árangur Hjördísar á árinu sem er að líða:

  • Náði svarta beltinu í Karate aðeins 15 ára gömul
  • Varð í 3. sæti á bikarmótaröð unglinga bæði í Kata og Kumite.
  • Lenti í 3. sæti á Íslandsmeistaramóti unglinga í Kata
  • Lenti í 2. sæti á Íslandsmeistaramót unglinga í Kumite
  • Lenti í 2. sæti á Íslandsmeistaramóti fullorðinna í Kumite
  • Vann sér inn sæti í landsliðshópi og keppti á Smáþjóðamótinu í Karate
  • Lenti í 2. sæti í hópkata unglinga á Smáþjóðamótinu í Karate
  • Lenti í 3. sæti í liðakeppni unglinga í Kumite á Smáþjóðamótinu í Karate

Hreint út sagt magnað ár hjá Hjördísi sem stefnir enn hærra og vill gera enn betur. Við hlökkum til að fylgjast með henni í framtíðinni.

Áfram Hjördís!
Áfram Haukar!

Hjördís í þriðja sæti á Grand Prix mótaröðinni

Eftir Fréttir

Í upphafi mánaðar fór fram uppskeruhátíð Karatesambands Íslands þar sem veitt voru verðlaun fyrir bikarmótaraðir keppnistímabilsins.

Hjördís Helga endaði í þriðja sæti í bæði Kata og Kumite í flokki 16-17 ára stúlkna á Grand Prix mótaröðinni, sem er bikarmótaröð unglinga.

Virkilega vel gert hjá henni og hlökkum við til að fylgjast með afrekum hennar á komandi keppnistímabili.

Hjördís Helga með silifur á Íslandsmeistaramóti fullorðinna í Kumte

Eftir Fréttir

Síðustu helgina í október fór fram Íslandsmeistaramót fullorðinna í Kumite.

Hjördís Helga var að keppa á sínu fyrsta fullorðins móti og stóð sig eins og hetja, venju samkvæmt. Hún endaði í öðru sæti í sínum þyngdarflokki eftir mjög góða frammistöðu.

Hjördís heldur áfram að standa sig vel á mótum og erum við mjög stolt af því að vera komin með Karatekonu sem hefur sannað sig sem ein af þeim betri á landinu. Við hlökkum til að sjá hana verða enn betri.

Áfram Hjördís,
Áfram Haukar.

Góður árangur á Fjörkálfamóti í Kumite

Eftir Fréttir

3. nóvember s.l. stóðu Karatedeild Fylkis og Þórshamar fyrir Fjörkálfamóti í Kumite. Mótið er hugsað sem æfingamót fyrir yngstu iðkendur.

Haukar áttu 6 keppendur á mótinu sem stóðu sig allir mjög vel. Keppendur Haukar fengu ein gullverðlaun, ein silfurverðlaun og fern bronsverðlaun. Sverrir nældi sér í gullverðlaun, Tómas fékk silfur, Máni, Ragnheiður, Baldur og Dagur fengu öll bronsverðlaun.
Keppendur kepptu í litlum flokkum skipt eftir aldri, þyngd og hve lengi viðkomandi hefur æft Karate.
Eftir mót var öllum keppendum boðið í pizzuveislu.

Við þökkum Fylki og Þórshamri kærlega fyrir að standa fyrir þessu móti og hlökkum til að taka þátt á fleiri Fjörkálfamótum í framtíðinni.
Næsta Fjörkálfamót verður Kata-mót og verður haldið sunnudaginn 2. desember.

Hjördís Helga með silfur á Íslandsmeistaramóti unglinga í Kumite

Eftir Fréttir

Hjördís Helga með öðrum verðlaunahöfum í flokknum.

Um nýliðna helgi fór fram Íslandsmeistaramót unglinga í Kumite.

Hjördís Helga Ægisdóttir keppti í flokki 16-17 ára stúlkna og fór alla leið í úrslitin.
Hún byrjaði keppnina á 3-1 sigri og vann svo bardagann í undanúrslitum 2-1.
Hjördís mætti svo Ivetu frá Fylki í úrslitum og stóð Iveta uppi sem sigurvegari.

Mjög vel gert hjá okkar konu sem heldur áfram að safna að sér verðlaunum og hefur vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína undanfarið. En í kjölfar mótsins var Hjördís kölluð inn í lokaðan landsliðshóp og er stefnan sett á að vera í lokahóp fyrir Norðurlandamótið sem haldið verður í Finnlandi í nóvember.

Við erum mjög stolt af Hjördísi og þeim árangri sem hún hefur náð undanfarið.

 

Áfram Hjördís,
Áfram Haukar.